Kanadíski leikarinn Jeremy Sumpter skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann fór með hlutverk Péturs Pan í samnefndri kvikmynd árið 2003, þá aðeins 14 ára gamall.
Sumpter var 11 ára gamall þegar hann hóf fyrirsætuferil sinn í Kentucky þar sem hann vann meðal annars til verðllauna. Stuttu síðar ákvað hann þó að flytja til Los Angeles ásamt fjölskyldu sinni til að hefja leikaraferil sinn.
Fyrsta hlutverk Sumpter var í kvikmyndinni Frailty árið 2001. Í kjölfarið fór hann með hlutverk í kvikmyndinni Just a Dream og Local Boys.
Í júlí 2002 var Sumpter valinn í hlutverk Péturs Pan, en hann gerði nær öll glæfrabrögð sín fyrir myndina sjálfur. Til að undirbúa sig æfði hann sverðbardaga allt að fimm klukkustundir á dag auk þess að æfa fimleika og lyfta lóðum. Fyrir hlutverkið hlaut hann tvenn verðlaun.
Á unglingsárunum lék Sumpter í þó nokkrum kvikmyndum og þáttum, en þekktustu hlutverkin eru líklega Jacob í kvikmyndinni Into the Storm frá 2014 og J. D. McCoy í Friday Night Lights þáttunum á árunum 2008 til 2010.
Í dag er Sumpter 34 ára gamall og er enn að leika í kvikmyndum og þáttaröðum. Hann er giftur Elizabeth Treadway, en þau gengu í það heilaga í Tennessee-fylki í Bandaríkjunum í október 2022. Í apríl síðastliðnum eignuðust þau sitt fyrsta barn saman.