Ein gátan um Monu Lisu leyst?

Mona Lisa.
Mona Lisa. AFP/Martin Bureau

Landslagið á bak við Monu Lisu á málverki Leonardos da Vinci hefur löngum verið deiluefni meðal listfræðinga en nú telur jarðfræðingurinn og endurreisnarlistfræðingurinn Ann Pizzorussa að hún hafi leyst gátuna. Hún hefur nýtt þennan tvíþætta bakgrunn sinn til þess að setja fram þá kenningu að da Vinci hafi málað ýmis sérkenni bæjarins Lecco á strönd Como-vatns á Norður-Ítalíu.

Pizzorusso telur sig þekkja brúna á málverkinu, fjallgarðinn og vatnið og segir það vera 14. aldar bryggjuna Azzone Visconti í Lecco, suðvesturhluta Alpanna sem gnæfa yfir svæðið og Garlate-vatn sem vitað er að Leonardo heimsótti fyrir um 500 árum.

„Líkindin eru tvímælalaus,“ er haft eftir Pizzorusso í The Guardian. „Ég er svo spennt yfir þessu. Mér líður eins og málið sé loks komið í höfn.“

Fleiri hafa sett fram kenningar um landslagið. Árið 2011 var því haldið fram að brúin og vegurinn á málverkinu tilheyrðu Bobbio, litlum bæ í Norður-Ítalíu, en í fyrra, árið 2023, setti annar fræðimaður fram þá hugmynd að brúin tilheyrði héraðinu Arezzo.

Pizzorusso segir ekki nóg að einblína á brúna því margar brýr frá þessum tíma séu nauðalíkar. „Allir tala um brúna en enginn talar um jarðfræðina,“ segir hún og bætir við að jarðfræðingar skoði almennt ekki málverk og listfræðingar skoði ekki jarðfræði. „Listfræðingar segja að Leonardo hafi notað ímyndunaraflið, en þú getur sýnt hvaða jarðfræðingi sem er þessa mynd og þeir myndu allir segja það sama og ég um Lecco.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup