Vinir Biöncu Censori, eiginkonu rapparans Kanye West, segja hana sýna á sér allt aðra hlið þegar eiginmaður hennar er fjarri góðu gamni. Þeir segja Censori leika ákveðið hlutverk þegar hún er í kringum West en um leið og hún fer úr þeim aðstæðum, afhjúpar hún sitt innra sjálf.
Censori, 29 ára, hagar sér á annan máta og klæðist hefðbundnum fötum, gjörólíkum þeim flíkum sem West hvetur hana til að klæðast á almannafæri.
Hin ástralska Censori heimsótti heimabæ sinn, Melbourne í Ástralíu, nýverið og varði þar dýrmætum tíma með fjölskyldu sinni og vinum.
Hún sást meðal annars njóta hádegisverðar með foreldrum sínum, Leo og Alexöndru, á Fitzroy-kaffihúsinu þar í borg. Censori, menntaður arkitekt, klæddist fallegum peysukjól og brosti út að eyrum, sem hún gerir sjaldan.
Fjarvera West er líkleg ástæða þess, en rapparinn varð eftir í Los Angeles til að fylgjast með elsta barni sínu, North, leika og syngja hlutverk unga Simba í sérstakri tónleikasýningu Lion King.
Örfáum dögum seinna var Censori mætt til Prato á Ítalíu ásamt eiginmanni sínum. Þar vakti hún, eins og svo oft áður, mikla athygli fyrir óhefðbundinn klæðaburð sinn, en hún sást mæta til fundar klædd hálfgerðum sundbol sem huldi lítið.