Fallinn eða í fallhættu

Jennifer Lopez og Ben Affleck eiga í erfiðleikum.
Jennifer Lopez og Ben Affleck eiga í erfiðleikum. AFP/Michael Tran

Leikarinn Ben Affleck er talinn hafa fallið eða vera í mikilli fallhættu. Ástæðan eru hjónabandserfiðleikar hans og leik- og söngkonunnar Jennifer Lopez. Leikarinn hefur glímt við mikinn fíknivanda en hefur verið edrú í nokkur ár. 

Vinir leikarans segja undir nafnleynd við Daily Mail að Affleck þjáist af mikilli sorg. Segja þeir hann annað hvort í mikilli fallhættu eða farinn að drekka aftur. 

„Ég heyri að hann sé að drekka. Hann er fullur af djöflum, hann á í miklum vanda,“ sagði einn vinur. 

Annar aðili segir hann líta illa út og segir það valda áhyggjum á meðal þeirra sem þykir vænt um hann. 

Fréttir af hjónabandserfiðleikum þeirra Affleck og Lopez hafa verið háværar en móðir Lopez er meðal annars sögð nú vera mótfallin hjónabandinu. Lopez aflýsti tónleikaferðalagi sínu í sumar til þess að einbeita sér að fjölskyldunni. 

Ben Affleck og Jennifer Lopez.
Ben Affleck og Jennifer Lopez. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup