Kennir Tom Brady um sambandsslitin við jui-jitsu-kappann

Gisele Bündchen er sögð vera einhleyp á ný!
Gisele Bündchen er sögð vera einhleyp á ný! AFP

Bras­il­íska of­ur­fyr­ir­sæt­an Gisele Bündchen og jui-jitsu-kappinn Joaquim Valente eru sögð vera hætt saman eftir að fyrrverandi eiginmaður fyrirsætunnar, NFL-stjarnan Tom Brady, skaut föstum skotum á samband þeirra á Netflix. 

Orðrómur um ástarsamband Bündchen og Valente fór fyrst á flug í nóvember 2022, aðeins tveimur mánuðum eftir skilnað fyrirsætunnar og Brady sem höfðu þá verið í hjónabandi í 13 ár. 

„Hann hataði þetta“

Heimildarmaður In Touch Weekly segir að „kastljósið væri of mikið“ fyrr Valente, en eins og fram hefur komið var hann jui-jitsu-þjálfari fyrirsætunnar áður en samband þeirra varð rómantískt á síðasta ári. 

„Joaquim er venjulegur strákur. Hann er ekki vanur allri þeirri athygli sem hann fékk,“ bætir heimildarmaðurinn við. 

Ekki er ljóst nákvæmlega hvenær parið hætti saman, en þau hafa ekki sést saman síðan í lok apríl. Heimildarmaðurinn segir hlutina hafa snúist til hins verra í kjölfar Netflix-þátta Brady þar sem hann skaut föstum skotum á ástarsamband Bündchen og Valente. 

„Joaquim varð hluti af brandaranum. Fólk byrjaði í raun að spyrja hann hvort hann væri ástæðan fyrir skilnaði þeirra. Hann hataði það,“ útskýrir heimildarmaðurinn. Þá kemur fram á vef Page Six að fyrirsætan kenni Brady um sambandsslitin.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup