Ég drap hana ekki!

Jake Gyllenhaal hefur ekki í annan tíma reynt sig við …
Jake Gyllenhaal hefur ekki í annan tíma reynt sig við burðarhlutverk í sjónvarpi. AFP/Dimitrios Kambouris

„Ég drap hana ekki! Ég drap hana ekki! Ég drap hana ekki!“

Fá dæmi eru um að sami maðurinn hafi látið téð orð falla jafn oft á jafn skömmum tíma og lögmaðurinn Rusty Sabich í stiklunni vegna flunkunýrra leikinna sjónvarpsþátta, Presumed Innocent, sem Apple TV+ hóf sýningar á í vikunni. En drap hann hana?

Það muna ugglaust einhverjir sem annað hvort hafa lesið skáldsögu Scotts Turows frá 1987 eða séð kvikmynd Alans J. Pakulas frá 1990, þar sem Harrison Ford fór með aðalhlutverkið. Nú er röðin komin að Jake Gyllenhaal en þetta er fyrsta stóra hlutverk þessa vinsæla leikara í sjónvarpi. Höfundur þáttanna er enginn annar en David E. Kelley, sem á að baki fjölda vinsælla þátta á umliðnum árum, svo sem Ally McBeal, Boston Legal og Big Little Lies.

Sabich er að njóta lífsins á frídegi með eiginkonu sinni og börnum heima í Chicago þegar honum berst símtal þess efnis að samstarfskona hans, Carolyn Polhemos, hafi verið myrt á hrottafenginn hátt. Honum bregður að vonum í brún enda var Polhemos þessi jafnframt ástkona hans – á laun.

 

 

Járnin nálgast

Ríkissaksóknari fær Sabich upphaflega málið en þegar böndin fara að berast að honum sjálfum stígur hann að sjálfsögðu til hliðar. Inn kemur nýtt teymi, Nico Della Guardia og Tommy Molto, og tekur að þjarma að Sabich. Hann skynjar að járnin nálgast og áður en hann veit af er Sabich kominn fyrir dóm, ásakaður um morð.

Angist hans er dregin upp skýrum dráttum en einnig hans nánustu, að því er fram kemur í Variety, sem hrósar sjónvarpsgerðinni af Presumed Innocent fyrir að gera fjölskyldu hans einnig hátt undir höfði enda flæða tilfinningarnar víðar en hjá aðalsögupersónunni. „Á skjánum verða eiginkonur og börn oftar en ekki að undirmálsgreinum í lífi karlkyns aðalpersónunnar en hér er fjölskylda Rustys vandlega ofin inn í söguna enda hefur hroki hans og sjálfhverfa mest áhrif á þau,“ segir Variety.

Hin norska Renate Reinsve leikur fórnarlambið.
Hin norska Renate Reinsve leikur fórnarlambið. AFP/Julie Sebadelha


Blaðið segir þættina raunar bjóða upp á annað sjónar­horn en kvikmyndin gerði á sínum tíma. Í grunninn sé sagan að sjálfsögðu sú sama en kynslagsíðan sem var að sliga myndin sé hér fyrir bí. „Þess í stað eru kvenpersónurnar, þeirra á meðal Carolyn, Barbara, eiginkona Rustys, og aðalrannsakandinn, Alana Rodriguez rannsóknarlögreglumaður, þrívíðar og hugsandi konur, sem allar líða fyrir órvæntingarfullar ákarðanir Rustys.“

Allt önnur nálgun

Variety segir Gyllenhaal líka nálgast hlutverk Sabich á allt annan hátt en Ford gerði í myndinni. Sá síðarnefndi hafi verið stóískur í sinni krísu, eins og persónur Fords voru gjarnan á þeim árum, en í meðförum Gyllenhaals sé Sabich örvæntingin uppmáluð og eigi vont með að láta ömurlegar ákvarðanir sínar stemma við myndina sem hann hefur komið sér upp út á við. Þá eigi áhorfendur ábyggilega eftir að lenda í miklum vandræðum með að ákveða hvort þeir eigi að halda með honum eða hreinlega hata hann. Loks taki sagan oftar en ekki óvænta stefnu.

Fyrir vikið kemst Variety að eftirfarandi niðurstöðu: „Presumed Innocent er mjög áhorfsvænt efni og í raun einn besti lagatryllir sem boðið hefur verið upp á sjónvarpi um árabil.“

Nánar er fjallað um myndaflokkinn í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil spenna í loftinu í dag. Notaðu tækifærið til að fanga athygli allra nú þegar sviðsljósið beinist að þér. Láttu baktal ekki valda þér vöku.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil spenna í loftinu í dag. Notaðu tækifærið til að fanga athygli allra nú þegar sviðsljósið beinist að þér. Láttu baktal ekki valda þér vöku.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir