Miðasölumet slegið – 111 þúsund mættu á tónleika

Kyle Field var troðfullur síðastliðinn laugardag.
Kyle Field var troðfullur síðastliðinn laugardag. Ljósmynd/Wikipedia.org

Kántrísöngvarinn George Strait sló met á laugardag er hann hélt fjölmennustu tónleika, þar sem kaupa þurfti miða, í sögu Bandaríkjanna. Alls keyptu 110.905 manns miða á tónleikana.

NPR greinir frá. 

Tónleikar með engum aðgangseyri og útihátíðir hafa verið fjölmennari en aldrei áður hafa fleiri miðar selst á staka tónleika.

Fyrra met staðið frá árinu 1977

Tónleikarnir voru haldnir á ameríska fótboltavellinum Kyle Field á lóð háskólans Texas A&M. 

Með þessum tónleikum sló Strait met sem Grateful Dead átti, en hljómsveitin tróð upp fyrir framan 107.019 manns á sýningu í Raceway Park í Englishtown í ríkinu New Jersey árið 1977.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil spenna í loftinu í dag. Notaðu tækifærið til að fanga athygli allra nú þegar sviðsljósið beinist að þér. Láttu baktal ekki valda þér vöku.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil spenna í loftinu í dag. Notaðu tækifærið til að fanga athygli allra nú þegar sviðsljósið beinist að þér. Láttu baktal ekki valda þér vöku.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir