Villi, Karlotta og Georg hittu Taylor Swift

Hér má sjá fjölskylduna saman komna þann 15. júní síðastliðinn.
Hér má sjá fjölskylduna saman komna þann 15. júní síðastliðinn. AFP

Vilhjálmur prins og Katrín prinsessa fóru með börnin sín, Karlottu prinessu og prins Georg á tónleika með söngkonunni Taylor Swift í London og virðast hafa skemmt sér vel. 

Kóngafólkið birti mynd af sér með Swift á Instagram fyrr í dag. Þar að auki birti Swift mynd af sér Vilhjálmi, Karlottu, Georg og Travis Kelce. Kelce er kærasti Swift og er leikmaður Kansas City Chiefs í bandarísku NFL-deildinni í ruðningi. 

View this post on Instagram

A post shared by Taylor Swift (@taylorswift)

Fjölskyldan virðist hafa ákveðið að gera sér glaðan dag og skella sér á tónleikana í tilefni af afmæli Vilhjálms, sem var í gær, ef marka má afmæliskveðju Swift til prinsins á Instagram. 

Swift er um þessar mundir á tónleikaferðalagi um Evrópu en fyrstu tónleikar hennar af þremur í London fóru fram í gærkvöldi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup