Óþekkjanlegur eftir raksturinn

Mark Wahlberg rakaði á sér hárið fyrir hlutverk.
Mark Wahlberg rakaði á sér hárið fyrir hlutverk. Skjáskot/Instagram

Leikarinn Mark Wahlberg ákvað að láta raka á sér hárið fyrir nýtt hlutverk í stað þess að nota hárkollu. Wahlberg er nær óþekkjanlegur eftir raksturinn. 

Whalberg er þekktur fyrir að leggja sig allan fram þegar kemur að leiklistinni. Hann fórnar svo sannarlega útlitinu fyrir nýjasta hlutverkið sem er fyrir myndina Flight Risk. „Engin hárkolla fyrir mig,“ skrifaði Wahlberg á Instagram og birti mynd af sér. Hárstíllinn er nokkuð óvenjulegur en í stað þess að raka hárið allt af er hann aðeins með rakað á kollinum en er enn með hár á hnakkanum og á hliðunum. 

Wahlberg eins og Jón Gnarr

Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, rakaði líka á sér hárið nýlega fyrir hlutverk. Meðfram kosningabaráttunni fór Jón með hlutverk Felix í þáttunum Felix og Klara og þurfti að nota mikla hárkollu. Hann leyfði sínu eig­in hári að njóta sín í kosn­inga­bar­átt­unni en um leið og hún var búin lét hann hárið fjúka. Það var víst svo heitt að vera með mikið hár und­ir hár­kollu Fel­ix.

Leikarinn Mark Wahlberg með hár.
Leikarinn Mark Wahlberg með hár. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup