Aldrei séð heitara par

Zoë Kravitz og Channing Tatum eru trúlofuð.
Zoë Kravitz og Channing Tatum eru trúlofuð. Samsett mynd

Hollywood-leikkonan Scarlett Johansson segir að mótleikari sinn, Channing Tatum, sé í einu kynþokkafyllsta sambandi heims. Tatum trúlofaðist leikkonunni Zoë Kravitz í fyrra eftir tveggja ára samband. 

„Þau eru hræðilega óaðlaðandi par,“ sagði Johansson kaldhæðnislega í viðtali við ET á frumsýningu myndarinnar Fly Me to the Moon á dögunum en Tatum leikur einnig í myndinni. Johnson segir Tatum og Kravitz ótrúlega fallegt par. „Þetta er heitasta par sem ég hef séð. Það er fáránlegt,“ sagði hún um þau. 

Scarlett Johansson er aðdáandi Channing Tatum og Zoë Kravitz.
Scarlett Johansson er aðdáandi Channing Tatum og Zoë Kravitz. AFP/Robyn Beck

Ekki nóg með að vera falleg segir Johnson þau líka góðar manneskjur. „Það er ekki erfitt að falla fyrir Channing Tatum. Hann er bara yndislega hlýr, sjarmerandi persóna og mjög fagmannlegur. Hann er svo góður, tökuliðið elskar hann,“ sagði Johansson um Tatum og sagði hann líka vera mjög fyndinn. Hún var einnig jákvæð í garð Kravitz. „Hún er líka yndisleg, sönn manneskja og falleg að innan sem utan.“

Parið Tatum og Kravitz kynntust árið 2001 þegar Kravitz leikstýrði Tatum í myndinni Blink Twice. Parið sést sjaldan opinberlega saman og talar ekki um ástina í fjölmiðlum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ráð frá einhverjum þér eldri geta komið þér að gagni í dag og orðið til þess að auka tekjumöguleika þína. Líttu málin raunsönnum augum og þá sést að flest er í lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ráð frá einhverjum þér eldri geta komið þér að gagni í dag og orðið til þess að auka tekjumöguleika þína. Líttu málin raunsönnum augum og þá sést að flest er í lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir