Sjóðandi heitur á sjötugsaldri

Skjáskot/Instagram

Bandaríski leikarinn Kevin Bacon, þekktur fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Footloose, Mystic River, Apollo 13 og The River Wild, fagnaði 66 ára afmæli sínu á mánudag og birti eldheita mynd af sér á Instagram í tilefni dagsins.

Leikarinn, sem er í hörkuformi, stillti sér upp nánast ber að ofan og sýndi og sannaði að aldur er bara tala.

Bacon fékk fjöldann allan af kveðjum frá aðdáendum hvaðanæva að úr heiminum og voru allir sammála um að leikarinn bæri aldurinn vel.

Fyrr á árinu gladdi Bacon nemendur við Pay­son High School í Utah-ríki þegar hann þáði boð þeirra um að mæta á lokaball. Skól­inn á stór­an stað í hjarta Bacon en kvik­mynd­in Footloose var að miklu leyti tek­in upp inn­an veggja skól­ans. 

View this post on Instagram

A post shared by Kevin Bacon (@kevinbacon)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sjálfsagt að þú standir á rétti þínum og krefjist þess sem er þitt. Tafir og ergelsi sem þú fannst nýverið fyrir, heyra nú sögunni til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Moa Herngren
3
Torill Thorup
4
Lucinda Riley
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sjálfsagt að þú standir á rétti þínum og krefjist þess sem er þitt. Tafir og ergelsi sem þú fannst nýverið fyrir, heyra nú sögunni til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Moa Herngren
3
Torill Thorup
4
Lucinda Riley
5
Steindór Ívarsson