Veðrið hafði engin áhrif á gesti Kótelettunnar á Selfossi í gærkvöldi þegar fjöldi tónlistarmanna stigu á stokk.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum en rigning hefur verið viðloðandi suðvesturhornið.
Helgi Björns og Sssól, Sigga, Grétar og Stjórnin, Stefán Hilmarsson, Eyjólfur Kristjánsson, Páll Óskar, GDRN, Una Torfa, Aron Can, Jói P og Króli og Issii tróðu upp á fullu hátíðarsvæði í gærkvöldi.
Í kvöld eru það svo Írafár, Love Guru, Stuðlabandið, FM95blö, Emmsjé Gauti, Daniil og Patrik sem koma fram ásamt fjöld annarra. Uppselt er á hátíðina.
Uppúr hádegi hófst fjölskyldu– og grillhátíð Kótelettunnar á Sigtúnsgarðinum á Selfossi. Þar koma meðal annars fram þau Patr!k, Anna Fanney Idol–sigurvegari, Auddi og Steindi, Gústi B, BMX Bros, Íþróttaálfurinn og Solla Stirða.
Þá er Stóra Grillsýningin á sínum stað, Styrktarlettur SKB, Veltibillinn og Tívolí.
Aðgangur á Fjölskylduhátíð Kótelettunnar er ókeypis.