„Hann ætti að vera ósýnilegur“

Andrés þarf að hverfa segja sérfræðingar.
Andrés þarf að hverfa segja sérfræðingar. AFP

Konunglegir sérfræðingar leggja áherslu á mikilvægi þess að Andrés prins haldi sig alveg til hlés í framtíðinni.

„Hann ætti að vera ósýnilegur,“ segir Tom Bower í þættinum Royal Exclusive.

„Mér finnst að kóngurinn ætti að vera harðari í garð hans og meina honum að láta sjá sig á almannafæri.“

Bower talar um síðasta skipti sem Andrés prins sást á ferðinni en það var í febrúar þegar konungsfjölskyldan mætti í minningarathöfn um gríska kónginn Konstantín í Windsor kastala. Þangað mætti Andrés prins ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni Söruh Ferguson og heilsuðu þau fólki á leið sinni í messuna.

„Hann tróð sér í fremstu röð. Þetta var hræðilegt,“ segir Bower.

Fleiri sérfræðingar í málefnum konungsfjölskyldunnar hafa rætt um stirt samband Andrésar prins og Karls kóngs. Þeir séu afar ólíkir og eigi ekki vel saman. Karl er að hóta að slíta öllum tengslum við bróður sinn vegna þrjósku hans til að yfirgefa Royal Lodge sem hann deilir með Söruh Ferguson.

„Kóngurinn á bersýnilega við vanda að etja og Andrés prins er ein stór og vandræðaleg krísa sem þau þurfa að kljást við. Bræðurnir hafa alla tíð verið ólíkir á svo margan hátt. Í raun algjörar andstæður enda 12 ár á milli þeirra,“ sagði Richard Fitzwilliams í viðtali við The Sun.

„Karl er gáfaður, viðkvæmur og alvarlegur en Andrés er frekar hress. Þeir áttu það þó sameiginlegt að vera álitnir heitir piparsveinar á yngri árum.“

Karl kóngur og Andrés prins deila hart þessa dagana.
Karl kóngur og Andrés prins deila hart þessa dagana. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir