Rúnar Rúnarsson fær verðlaun fyrir bestu leikstjórn

Hér má sjá Rúnar og Elínu Hall, sem fer með …
Hér má sjá Rúnar og Elínu Hall, sem fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni. AFP

Rúnar Rúnarsson, handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Ljósbrot, hlaut í gær verðlaun fyrir bestu leikstjórnina á Evrópsku kvikmyndahátíðinni sem fer nú fram í Serbíu. 

Formaður dómnefndar, Bettina Broekemper, afhenti verðlaunin þar sem hún lofaði myndina og hrósaði Rúnari fyrir leikstjórnina.

Hlaut standandi lófaklapp í fimm mínútur

Ljósbrot var opnunarmynd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí og hlaut myndin standandi lófaklapp áhorfanda í fimm mínútur á eftir.

Um myndina segir í tilkynningu að Ljósbrot gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu. Hefst þá rússíbanareið tilfinninga þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar verða stundum óskýr. 

Myndin fer í almennar sýningar 28. ágúst. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sama með hverjum þú ert, þú laðar fram kröftugri hliðar fólks og kímnigáfuna líka. Himintunglin hjálpa þér til þess að auka áhrifamátt þinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lucinda Riley
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Danielle Steel
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sama með hverjum þú ert, þú laðar fram kröftugri hliðar fólks og kímnigáfuna líka. Himintunglin hjálpa þér til þess að auka áhrifamátt þinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lucinda Riley
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Danielle Steel