Aftur í örmum fyrrum húshjálpar

Söngkonan Britney Spears.
Söngkonan Britney Spears. AFP/Valerie Macon

Söngkonan Brithey Spears er byrjuð aftur með fyrrverandi kærasta sínum Paul Richard Soliz, fyrrum húshjálp Spears, aðeins um viku eftir að hún tilkynnti um að hún væri einhleyp. 

Soliz á að baki fjölmörg afbrot.

Stuttu eftir skilnað Spears og leikarans Sam Asghari í ágúst 2023, varð söngkonan ástfangin af Soliz sem þá starfaði sem húshjálp í glæsivillu hennar.

Samkvæmt fjölmiðlinum Daily Mail sáust Britney og Soliz úti að borða rómantískan kvöldverð saman í Malibu í Kaliforníu á þriðjudag.

Spears hafði hætt með Soliz í byrjun júní síðastliðinn vegna þess að henni fannst hann vera að nota sig fyrir glæsilega lífsstílinn hennar. 

Heimildarmaður segir að fjölskylda og vinir Spears hafi verið fegin þegar söngkonan hætti með Soliz eftir stormasamt samband. 

Skoðuðu ekki sakavottorð við ráðningu

Heimildarmaðurinn bætir við að Soliz var á sínum tíma ráðinn án þess að sakavottorð hans var athugað. Eftir að hann fór að sýna slæma hegðun kom í ljós að hann hefði verið kærður fyrir fjölmörg afbrot, þar á meðal ólöglega eign skotvopna.

Versti tími sambands þeirra var í maí. Þá rifust þau svo heiftarlega að Spears slasaðist á ökkla. Á samfélagsmiðlum kom Spears með þá afsökun að hún hafi aðeins verið að klaufast heima í stofunni og dottið.

„Ég datt, varð vandræðaleg og það er allt sem gerðist,“ skrifaði Spears á samfélagsmiðlum sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þeir eru margir sem vilja ræða málin við þig. Gættu þess að ganga ekki of langt í greiðasemi þannig að hún komi þér ekki í koll síðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þeir eru margir sem vilja ræða málin við þig. Gættu þess að ganga ekki of langt í greiðasemi þannig að hún komi þér ekki í koll síðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir