Einn langlífasti skemmtistaðurinn í Reykjavík, 22, verður opnaður á ný við Laugaveg 22 þar sem hann verður samrekinn hinsegin skemmtistaðnum Kiki.
Frá þessu er greint í tilkynningu skemmtistaðarins á Facebook.
Skemmtistaðurinn 22 var stofnaður árið 1988 og rekinn til ársins 2006. Gegndi hann hlutverki samkomustaðar samkynhneigðra og hinsegin fólks í miðborginni.
Í tilkynningunni segir að saga hinsegin fólks í húsinu eigi sér þó enn lengri formála „og tengist hornið hinsegin samfélaginu sterkum böndum“.
Eigendaskipti urðu á Kiki í júlí en þá tók Magnea Fredriksen við sem rekstrarstjóri og Margrét Erla Maack sem skemmtanastjóri. Rekstur 22 mun vera í höndum þeirra tveggja.
„[N]ú hefur einn langlífasti staðurinn á þessu horni, hinn margrómaði skemmtistaður KIKI Queer Club stækkað við sig, og tekið yfir neðri hæð hússins undir nýjum merkjum 22,“ segir í tilkynningunni.
„Verður sögu hússins og því lífi sem hann hefur hýst gert hátt til höfuðs, ásamt því að tvinna saman viðburðarhald milli hæðanna og styrkja félagslíf hinsegin samfélagsins.“