Ólafur Darri og Hera Hilmar sameina krafta sína

Reykjavík Fusion er fyrsta verkefni íslenska framleiðslufyrirtækisins ACT4 sem hóf …
Reykjavík Fusion er fyrsta verkefni íslenska framleiðslufyrirtækisins ACT4 sem hóf starfsemi sína í ársbyrjun 2023. Félagið einbeitir sér að framleiðslu á vönduðu norrænu sjónvarpsefni og sölu þessi á erlendum mörkuðum. Samsett mynd

Íslensku leikararnir Ólafur Darri Ólafsson og Hera Hilmar fara með aðalhlutverk í íslensku þáttaröðinni Reykjavík Fusion. Leikstjórar seríunnar eru þeir Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson sem eiga langan feril að baki sem auglýsingaleikstjórar. Tökur hefjast undir lok ágústmánaðar. 

„Við erum spenntir að fá tækifæri til að vinna með jafn hæfileikaríku og reynslumiklu fagfólki og kemur að Reykjavík Fusion. Eftir að starfa í auglýsingageiranum í næstum þrjá áratugi höfum við næmt auga og mikla tilfinningu fyrir því að segja sögur hratt á sjónrænan hátt. Við teljum að það muni nýtast í þessu verkefni. Svo er heiður að fá að vinna með leikurunum sem koma að verkefninu. Við erum ákveðnir í að nýta þetta tækifæri í að gera eitthvað alveg einstakt,“ segja leikstjórarnir.

Úrvalslið leikara fer með hlutverk

Ólafur Darri leikur matreiðslumeistara sem kemur úr fangelsi og ákveður að stofna veitingastað í von um að vinna hug og hjarta fyrrverandi unnustu. Til að fjármagna reksturinn þvættar hann peninga á staðnum.

Hera Hilmar leikur rekstrarstjóra veitingastaðarins sem nýtir sér einfeldni matreiðslumeistarans til að vinna að eigin hagsmunum. Saman sökkva þau dýpra og dýpra í vef glæpa í undirheimum Reykjavíkur þar sem hvert rangt spor getur reynst dýrkeypt.

Með önnur hlutverk fara Lára Jóhanna Jónsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Atli Óskar Fjalarsson, Þröstur Leó Gunnarsson og Unnur Birna Backman. 

„Þáttaröðin hefur þegar selst vel erlendis“

Reykjavík Fusion er framleidd fyrir Sjónvarp Símans. Þáttaröðin hefur þegar selst vel erlendis segir í fréttatilkynningu frá íslenska framleiðslufyrirtækinu ACT4.

Fransk-þýska menningarstöðin ARTE kemur að framleiðslu þáttanna og mun sýna þá á frönskum og þýskum málsvæðum. Sjónvarpsstöðin YLE í Finnlandi, AMC Iberia á Spáni/Portúgal og ERR, ríkismiðillinn í Eistlandi, hafa þegar keypt þáttaröðina sem hefur verið lýst sem „Breaking Bad meets The Bear“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Foreldrar þínir, yfirmenn og aðrir yfirboðarar ættu að vera sérlega jákvæðir í þinn garð í dag. Treystu sjálfum þér til að takast á við aðstæður, en hlustaði samt með öðru eyra á aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Moa Herngren
4
Jojo Moyes
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Foreldrar þínir, yfirmenn og aðrir yfirboðarar ættu að vera sérlega jákvæðir í þinn garð í dag. Treystu sjálfum þér til að takast á við aðstæður, en hlustaði samt með öðru eyra á aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Moa Herngren
4
Jojo Moyes
5
Birgitta H. Halldórsdóttir