„Mér sýndist munnurinn fullur af blóði“

Angelina Jolie var hlið sonar síns á spítalanum.
Angelina Jolie var hlið sonar síns á spítalanum. Frazer Harrison

Kona sem varð vitni að umferðarslysi þar sem Pax Thien Jolie, sonur fyrrverandi leikarahjónanna Angelinu Jolie og Brad Pitt, slasaðist smávægilega, ræddi við fréttamann Entertainment Tonight og sagði frá því sem gerðist.

Pax Thien, 20 ára, var fluttur með hraði á sjúkrahús í Los Angeles í Bandaríkjunum í byrjun síðustu viku eftir að hafa hlotið höfuðáverka þegar hann ók rafskútu aftan á bíl á Los Feliz Boulevard

Vitnið, kona að nafni Lola Cavalli, hringdi í neyðarlínuna og veitti neyðaraðstoð á vettvangi slyssins. Hún reyndi allt sem hún gat til að stöðva blæðingu á höfði Pax Thien.

„Ég varð ekki vör við beinbrot né djúpar blæðingar,” sagði Cavalli sem sýndi hárrétt viðbrögð á vettvangi. „Starfsmaður Neyðarlínunnar sagði mér að stöðva blæðinguna með beinum þrýstingi á sárið. Ég vissi ekki alveg hvað ég var að gera. Mér sýndist munnurinn fullur af blóði,“ sagði hún.

Cavalli viðurkenndi að hafa haft meiri áhyggjur af umferðinni, þar sem Pax Thien var með meðvitund, enda gerðist slysið á fjölfarinni umferðargötu í Los Angeles.

Lögreglumenn og sjúkraflutningamenn mættu skömmu síðar á vettvang og komu Pax Thien undir læknishendur. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi örfáum dögum eftir slysið og er sagður á batavegi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur hæfileika til þess að gera það besta úr öllum hlutum. Löngun þín til að auka tekjur þínar gæti gert það að völdum að þú svífst nánast einskis til að vinna að bótum í vinnunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur hæfileika til þess að gera það besta úr öllum hlutum. Löngun þín til að auka tekjur þínar gæti gert það að völdum að þú svífst nánast einskis til að vinna að bótum í vinnunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Unnur Lilja Aradóttir