Raunveruleikastjarna segir Lopez athyglissjúka

Whitney Port er ekki aðdáandi Jennifer Lopez.
Whitney Port er ekki aðdáandi Jennifer Lopez. Samsett mynd

Raunveruleikastjarnan Whitney Port kallaði leik- og söngkonuna Jennifer Lopez athyglissjúka í nýjasta þætti hlaðvarpsins Whit Whit, sem hún heldur úti ásamt eiginmanni sínum, Tim Rosenman, á dögunum.

Port, sem gerði garðinn frægan í MTV-raunveruleikaseríunni The Hills, sagðist hafa séð Lopez, uppstrílaða og glæsilega, stilla sér upp fyrir myndatöku þegar hún var stödd í Hamptons í New York síðla í júlí.

Að sögn Port áttu myndirnar að líta út fyrir að vera teknar af götuljósmyndara (e. paparazzi) á handahófskenndum augnablikum yfir daginn en svo var ekki. Allt í kringum tökuna var afar vel undirbúið og fylgdi ljósmyndarinn Lopez vítt og breitt um bæinn.

Ein mynd sýnir Lopez á hjóli á leið sinni í vinsælustu ísbúð bæjarins, Candy Kitchen, sem hún heimsótti þó ekki. Hún vildi einungis festa hefðbundnar athafnir hversdagsins á filmu samkvæmt hjónunum sem voru sammála um að hún ætti draga sig út úr sviðsljósinu í einhvern tíma.

„Hún er sjúk í athygli og verður að láta mikið fyrir sér fara. Þetta er hálf sorglegt,“ sagði Rosenman meðal annars. 

Lopez, sem hefur ekki átt sjö dagana sæla, var stödd í bænum vegna 55 ára afmælis síns. Hún fagnaði með glæsilegri þriggja daga veislu sem endaði með heljarinnar dansiballi í anda Bridgerton-þáttanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þeir eru margir sem vilja ræða málin við þig. Gættu þess að ganga ekki of langt í greiðasemi þannig að hún komi þér ekki í koll síðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þeir eru margir sem vilja ræða málin við þig. Gættu þess að ganga ekki of langt í greiðasemi þannig að hún komi þér ekki í koll síðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Jojo Moyes