„Ég vil biðja alla afsökunar á ruglinu í mér með botnlausa tjaldið“

Ljósmynd/Helgi Ómars

Patrik Snær Atlason, tónlistarmaðurinn Pretty­boitjok­ko, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla sem hann lét falla í þættinum Veislan með Gústa B. sem var á dagskrá FM957.

Þátturinn var tekinn af dagskrá eftir að Patrik grínaðist með það hvort hlustandi ætlaði að taka með sér botnlaust tjald. 

„Ég vil biðja alla afsökunar ruglinu í mér með botnlausa tjaldið á FM957 og ekki síst þolendur nauðgana sem eiga ekki skilið að talað sé með þessum hætti um svo alvarlegan hlut.

Einnig vil ég biðja Gústa vin minn afsökunar á því að hann hafi lent í vandræðum yfir þessum lélega brandara mínum sem ég á einn sök á.

Þetta var algjörlega misheppnað grín hjá mér þar sem ég var að reyna að segja að viðkomandi væri fáviti með því að líkja honum við þá sem fara með botnlaust tjald til Vestmannaeyja. En grínið var ömurlegt og í ljós kom að ég var eini fávitinn í þessu samtali.

Ég vil að það komi skýrt fram að ég fordæmi allt kynferðisofbeldi,“ segir Patrik í yfirlýsingu sem hann birti í story á Instagram.

Eftir verslunarmannahelgi fór hann til Alicante á Spáni þar sem hann dvelur nú. 

Patrik Snær Atlason.
Patrik Snær Atlason. Ljósmynd/Anna Maggý Grímsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ákveðinn í því að ná takmarki þínu og ert tilbúinn til að leggja ýmislegt á þig til þess. Reyndu að halda einkalífi þínu og starfi aðskildu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ákveðinn í því að ná takmarki þínu og ert tilbúinn til að leggja ýmislegt á þig til þess. Reyndu að halda einkalífi þínu og starfi aðskildu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Jojo Moyes