Laufey lék fyrir þúsundir í Hollywood Bowl

Laufey ljómaði á sviði Hollywood Bowl.
Laufey ljómaði á sviði Hollywood Bowl. Samsett mynd

Það var mikið um dýrðir á miðvikudagskvöldið þegar Laufey Lín Bing Jónsdóttir steig á svið í Hollywood Bowl.

Íslenska tónlistarkonan lék fyrir þúsundir manna og heillaði tónleikagesti með fallegri framkomu og söng. Hún steig á svið ásamt Sinfóníuhljómsveitinni í Los Angeles. 

Laufey birti tvær færslur á Instagram-síðu sinni eftir tónleikana og þakkaði aðdáendum sínum, sem ganga undir nafninu „Lauvers“, fyrir ógleymanlegt kvöld. 

„Kæra 13 ára Laufey, þú seldir upp Hollywood Bowl. Takk öllsömul fyrir besta kvöld lífs míns,“ skrifaði söngkonan við aðra færsluna. 

Árið hefur verið fjölbreytt og viðburðaríkt hjá íslensku tónlistarkonunni.

Hún hlaut Grammy-verðlaun fyr­ir plötu sína Bewitched í flokki hefðbund­inna söng-poppp­latna í byrjun árs, gekk myntugræna dregilinn á Met Gala-viðburðinum í maí og hefur selt upp á hverja tónleikana á fætur öðrum víðs vegar um heiminn.

View this post on Instagram

A post shared by laufey (@laufey)

View this post on Instagram

A post shared by laufey (@laufey)



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þeir eru margir sem vilja ræða málin við þig. Gættu þess að ganga ekki of langt í greiðasemi þannig að hún komi þér ekki í koll síðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þeir eru margir sem vilja ræða málin við þig. Gættu þess að ganga ekki of langt í greiðasemi þannig að hún komi þér ekki í koll síðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir