Rauf þögnina um umdeilda ástarsenu

Hollywood-stjörnurnar Jenna Ortega og Martin Freeman eru sátt með leik …
Hollywood-stjörnurnar Jenna Ortega og Martin Freeman eru sátt með leik sinn í Netflix-myndinni Miller´s Girls. Samsett mynd

Kvikmyndin Miller's Girl var frumsýnd í byrjun árs og hefur verið harðlega gagnrýnd vegna ástarsenu á milli aðalleikara myndarinnar, Jennu Ortega og Martins Freeman. 30 ára aldursmunur er á þeim og þykir mörgum söguþráður myndarinnar og þá sérstaklega ástarsena karakteranna afar óviðeigandi. 

Ortega, best þekkt fyrir leik sinn í þáttaröðinni Wednesday, rauf þögnina og ræddi við blaðamann Vanity Fair um kvikmyndina sem er erótísk spennumynd og fjallar um náið samband kennara og nemanda. 

„Þetta er óþægileg kvikmynd. Hún á að vera það,“ sagði Ortega, 21 árs. „Listin er ekki alltaf falleg og uppfull af gleði og hamingju,“ bætti leikkonan við. 

Leið vel í tökum

Kristina Arjona, sem sinnti hlutverki nándarþjálfara á bak við tjöldin, ræddi við DailyMail skömmu eftir frumsýningu og staðfesti að sérstakir verkferlar hefðu verið til staðar á tökusetti til að koma í veg fyrir vanlíðan og óþægindi. 

„Ortega var ákveðin og mjög viss um hvað hún væri að gera,“ sagði Arjona. „Það var vel passað upp á að virða mörk leikaranna.“

Freeman, 52 ára, opnaði sig einnig um gagnrýni kvikmyndarinnar og sagði að óþægilegt samband karakteranna væri tilgangur kvikmyndarinnar. 

Martin Freeman og Jenna Ortega leika elskendur í kvikmyndinni Miller's …
Martin Freeman og Jenna Ortega leika elskendur í kvikmyndinni Miller's Girl. Skjáskot/IMDb
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ákveðinn í því að ná takmarki þínu og ert tilbúinn til að leggja ýmislegt á þig til þess. Reyndu að halda einkalífi þínu og starfi aðskildu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ákveðinn í því að ná takmarki þínu og ert tilbúinn til að leggja ýmislegt á þig til þess. Reyndu að halda einkalífi þínu og starfi aðskildu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Jojo Moyes