Bandaríski rapparinn Travis Scott var handtekinn í París í morgun eftir að hafa slegist við öryggisvörð á George V hótelinu í frönsku höfuðborginni.
Saksóknari í Frakklandi sagði blaðamönnum AFP og Reuters að rannsókn á „ótilgreindu ofbeldi“ gegn öryggisverðinum væri hafin.
Þetta er í annað skipti sem Scott er handtekinn á skömmum tíma en í júní var hann handtekinn vegna gruns um ofurölvun á snekkju í Miami í Flórídaríki.
Honum var aftur á móti sleppt úr haldi eftir að hafa greitt lausnargjald sem nam 650 Bandaríkjadölum, eða 90 þúsund íslenskra króna.