Var aldrei í uppáhaldi hjá fjölskyldu Jennifer Lopez

Aðeins móðir Jennifer Lopez líkaði við Ben Affleck.
Aðeins móðir Jennifer Lopez líkaði við Ben Affleck. AFP/ Amy Sussman

Heimildarmenn í kringum Ben Affleck og Jennifer Lopez segja Affleck hafi aldrei verið í uppáhaldi hjá tengdafjölskyldunni. Sú eina sem hafi líkað vel við hann væri móðir Lopez en honum hafi komið mjög illa saman við dóttur hennar. 

„Þau þola ekki hvort annað. Þeim kemur ekki vel saman og það er ennþá mjög slæmt á milli þeirra,“ segir heimildarmaður um samband Affleck og dóttur Lopez. Það hafi þó verið ætlunin að láta þetta ganga upp. 

Vinkona Lopez sögð hafa varað hana við

Meintir hjónabandsörðugleikar Lopez og Affleck hafa samt endurvakið gömul vinasambönd tónlistar- og leikkonunnar. Leuh Remini kynntist Lopez í gegnum fyrrverandi eiginmanninn Marc Anthony. Eftir þann skilnað átti Leah að hafa varað hana við Affleck. Það fór illa í Lopez og sleit hún öllum samskiptum við hana í kjölfarið.

Remini á að hafa haft aftur samband við Lopez síðustu mánuði til að hjálpa henni í gegnum erfiða tíma.

Frestar því stöðugt að sækja um skilnað

Aðrir heimildarmenn segja að Affleck hafi frestað því stöðugt að sækja formlega um skilnað til að niðurlægja ekki Lopez, en það gæti verið um seinan.

„Hún er bálreið. Hann hefur niðurlægt hana. Hann var sá sem tók frumkvæðið í að byrja aftur saman,“ segja heimildarmenn.

Page six 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þeir eru margir sem vilja ræða málin við þig. Gættu þess að ganga ekki of langt í greiðasemi þannig að hún komi þér ekki í koll síðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þeir eru margir sem vilja ræða málin við þig. Gættu þess að ganga ekki of langt í greiðasemi þannig að hún komi þér ekki í koll síðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir