Ný stikla: Dimma eftir Ragnar Jónasson í sjónvarpið

Glæpasagan Dimma eftir Ragnar Jónasson er loksins á leið í Sjónvarp Símans en greint var frá því 2019 að áætlað væri að gera sjónvarpsþætti upp úr bókinni. Síminn og CBS / Paramount sýna þáttaröðina Dimmu en heimsfrægir leikarar leika í þáttaröðinni. 

Þáttaröðin gerist öll á Íslandi og leikur sænska leikkonan Lena Olin lögreglukonuna Huldu Hermannsdóttur sem er aðalhlutverk bókarinnar. Hulda rannsakar óhugarlegt morðmál á sama tíma og hún glímir við eigin persónulegu djöfla. Hulda er að fara á eftirlaun fyrr en áætlað var og neyðist til að taka sér nýjan samstarfsmann. Hún er staðráðin í að finna morðingjann, hvað sem það kostar.

Sjónvarpsþáttaröðinni Dimmu er leikstýrt af sænska leikstjóranum Lasse Hallström, sem þrívegis hefur verið tilnefndur til óskarsverðlauna. Þættirnir eru framleiddir af Stampede Ventures og íslenska framleiðslufyrirtækinu Truenorth fyrir CBS / Paramount. Framleiðendur Truenorth eru Kristinn Þórðarson og Leifur B. Dagfinnsson. John Paul Sarni og Greg Silverman framleiða fyrir hönd Stampede.

Breski leikarinn Jack Bannon, sem lék aðalhlutverkið í HBO þáttaröðinni Pennyworth, leikur nýja samstarfsmann Huldu. Aðrir leikarar í veigamiklum hlutverkum eru Douglas Henshall, Þorsteinn Bachmann, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Ólafur Darri Ólafsson og Björn Hlynur Haraldsson.

„Það er risavaxið verkefni fyrir íslenska aðila að vinna með risum eins og CBS og Paramount sem hafa í tugi ára framleitt eitthvað það besta sjónvarpsefni sem til er í heiminum. Mikill lærdómur og heiður er fólginn í því fyrir Símann að vinna með öllu þessu reynslumikla fólki, stórstjörnum og rjóma alþjóðlegrar framleiðslu og við erum stolt af því hversu margir Íslendingar koma að þáttunum, bæði fyrir framan myndavélarnar og fyrir aftan þær. Íslenskur framleiðsluiðnaður er nefnilega í fremstu röð,“ segir Birkir Ágústsson dagskrárstjóri Símans. 

„Við hjá Truenorth erum mjög stolt af sjónvarpsþáttaseríunni Dimmu og hversu vel til tókst.  Það voru forréttindi að fá Lasse Hallström til landsins til að leikstýra seríunni.  Ragnar Jónasson samdi bók á heimsmælikvarða sem margir hafa þegar lesið og allur leikarahópurinn var stórkostlegur,” segir Kristinn Þórðarson framleiðandi hjá Truenorth.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þeir eru margir sem vilja ræða málin við þig. Gættu þess að ganga ekki of langt í greiðasemi þannig að hún komi þér ekki í koll síðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þeir eru margir sem vilja ræða málin við þig. Gættu þess að ganga ekki of langt í greiðasemi þannig að hún komi þér ekki í koll síðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir