Myndband: Óvæntur gestur truflaði tónleika Laufeyjar

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir heldur áfram að heilla heimsbyggðina.
Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir heldur áfram að heilla heimsbyggðina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir heldur áfram að heilla heimsbyggðina upp úr skónum. Það hefur verið nóg um að vera hjá tónlistarkonunni að undanförnu, en hún er á tónleikaferðalagi um heiminn um þessar mundir.

Á dögunum lenti Laufey í óvæntu atviki á tónleikum sínum og deildi því með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum sem eru yfir tíu milljón talsins þvert á miðla hennar. 

Í myndbandi sem Laufey birti á TikTok-reikningi sínum sést hún spila lagið Dreamer af plötunni Bewitched, sem hún hlaut Grammy-verðlaun fyrir í byrjun árs. Skyndilega hættir Laufey að syngja og kippist til. „Guð minn góður, það er bjalla,“ segir Laufey svo og hlær, en hún reynir svo að koma bjöllunni í burt sem gekk brösuglega til að byrja með. 

Atvikið hefur vakið mikla lukku á samfélagsmiðlum, en af myndbandinu að dæma virtust tónleikagestir skemmta sér konunglega og hlógu að atvikinu. Laufey vitnar svo í texta lagsins og skrifar við myndbandið: „Enginn mun drepa draumórana innra með mér nema þessi bjalla sem réðst á mig í miðju lagi.“

@laufey

never a dull moment at a laufey concert 🪿

♬ original sound - laufey
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þeir eru margir sem vilja ræða málin við þig. Gættu þess að ganga ekki of langt í greiðasemi þannig að hún komi þér ekki í koll síðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þeir eru margir sem vilja ræða málin við þig. Gættu þess að ganga ekki of langt í greiðasemi þannig að hún komi þér ekki í koll síðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir