Grínistinn og sjónvarpsmaðurinn Nick Cannon viðurkennir að hann sé enn ástfanginn af fyrrverandi eiginkonu sinni, söngkonunni Mariuh Carey.
Cannon sagðist vera vongóður um að einn daginn ættu leiðir þeirra eftir að liggja saman aftur í viðtali við E News á dögunum.
„Við tilheyrum hvort öðru. Ég myndi algjörlega byrja aftur með henni, ég væri heimskur ef ég gerði það ekki,“ sagði Cannon. Hann viðurkennir þó að það yrði ekki auðvelt þar sem hann er faðir tólf barna sem hann á með sex konum.
Cannon segist aldrei hafa átt von á því að allar barnsmæður sínar myndu ná eins vel saman og þær gera nú, en vellíðan barnanna hefur ávallt verið í fyrsta sæti hjá honum.
Ástin kviknaði á milli fyrrverandi hjónanna í ársbyrjun 2008 þegar grínistinn lék í tónlistarmyndbandi söngkonunnar við lagið Bye Bye. Þau gengu í hjónaband nokkrum mánuðum síðar, en þau eiga saman tvíburana Monroccan og Monroe sem eru þrettán ára.
Neistinn slokknaði hins vegar hjá Cannon og Carey sex árum síðar og gengu þau endanlega frá skilnaðinum árið 2016.