Vandræði stjúpsonarins í höllinni byrjuðu snemma

Hákon krónprins Noregs og Mette-Marit krónprinsessa. Sonur Mette-Maritar var handtekinn …
Hákon krónprins Noregs og Mette-Marit krónprinsessa. Sonur Mette-Maritar var handtekinn nýlega. AFP/AXEL SCHMIDT

Handtaka Maríusar Borg Høi­by hefur valdið miklu fjaðrafoki í Noregi og víðar en Maríus er sonur Mette-Maritar, krónprinsessu Noregs. Maríus viðurkenndi brot sín í vikunni og sagðist hafa átt í fíknivanda. Í gegnum árin hefur stjúpsonur Hákons krónprins Noregs valdið vandræðum. 

Maríus sem er 27 ára sendi frá sér tilkynningu í vikunni sem birtist á vef NRK. Þar segir hann að hann að hann hafi meðal annars beitt líkamlegu ofbeldi eftir að hafa neytt áfengis og kókaíns. Sagði hann í tilkynningu hafa glímt við geðræn vandamál í fíknivandamál í nokkur ár. 

Hegðun Maríusar lengi til umfjöllunar

Á vef Daily Mail er talað um Maríus sem svarta sauðinn í norsku konungsfjölskyldunni. Mette-Marit, eiginkona Hákons krónprins átti Maríus áður en hún kynntist Hákoni. Er rifjað upp atvik frá því í fyrra þegar kærasta Maríusar sást með hvítt duft í poka, talið var að hvíta duftið væri kókaín. 

En ólætin og fjölmiðlaumfjöllunin byrjaði enn fyrr. Þegar Maríus var einungis 15 ára notaði hann samfélagsmiðla óvarlega. Hann var með samfélagsmiðil opinn og deildi því hvar fjölskyldan var staðsett. Fjölmiðlar vildu meina að þetta setti konungsfjölskylduna í hættu. Mette-Marit og Hákon reyndu að verja notkun Maríusar þegar hegðun hans á netinu komst í fréttir. 

Mette-Marit ásamt syninum Marius Borg Høiby á skíðum í Holmekollen.
Mette-Marit ásamt syninum Marius Borg Høiby á skíðum í Holmekollen. Ljósmynd/Lise Åserud / Scanpix/Kongehuset

Mette-Marit umdeild á sínum tíma

Sam­band Mette-Ma­rit og Hákons krón­prins var mjög um­deilt á sín­um tíma. Mette-Ma­rit var ein­stæð móðir, sögð stunda næt­ur­lífið grimmt og viður­kenndi að hafa um­geng­ist fíkni­efna­neyt­end­ur og gaf í skyn að hafa sjálf neytt fíkni­efna. Þá var barns­faðir henn­ar ekki af betri gerðinni og hlaut á sín­um tíma dóm fyr­ir fíkni­efna­brot. Þá þótti það síðar setja blett á kon­ungs­fjöl­skyld­una þegar bróðir Mette-Ma­rit var hand­tek­inn fyr­ir of­beldi gagn­vart sam­býl­is­konu sinni eft­ir að hún varð krón­prins­essa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sestu niður með maka eða góðum vini og gaumgæfðu áætlanir fyrir framtíðina. Leggðu þitt af mörkum til að bæta heiminn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
4
Emil Hjörvar Petersen
5
Anna Bågstam
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sestu niður með maka eða góðum vini og gaumgæfðu áætlanir fyrir framtíðina. Leggðu þitt af mörkum til að bæta heiminn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
4
Emil Hjörvar Petersen
5
Anna Bågstam