Örn Árnason rak augun í hönnunarvillu

Örn birti stórsniðuga færslu á Facebook.
Örn birti stórsniðuga færslu á Facebook. Samsett mynd

Erni Árnasyni, leikara, leiðsögumanni og húmorista, er afar annt um íslenskuna og rekur hann því gjarnan augun í skondnar stafsetningarvillur og öfugsnúið orðalag á ferðum sínum um borg og bæi.

Fyrr í dag sá hann áhugaverða pakkningu af teskeiðum, bambus-teskeiðar frá lágvöruversluninni Bónus, og birti mynd af henni á Facebook-síðu sinni. Á umbúðunum er ekki að sjá stafsetningarvillu en húmorísk hönnunarvilla, ef svo má að orði komast, er áberandi í orðinu teskeiðar.

Á umbúðunum, sem eru í Bónus-litunum, er búið að tvískipta orðinu í „tesk“ og „eiðar“ án bandstriks.

„Rétta upp hö nd sem hefur prófað svona,“ skrifar Örn við myndina sem hefur vakið þó nokkra athygli á samfélagsmiðlasíðu hans.

Leikararnir Friðrik Friðriksson og Hallgrímur Ólafsson eru meðal þeirra sem hafa skrifað athugasemdir við færslu Arnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Áróður og dylgjur af ýmsum toga kunna að koma upp á yfirborðið í dag. Auðvitað er alltaf betra að vera háttvís en hlutdrægni þín gæti komið í veg fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Áróður og dylgjur af ýmsum toga kunna að koma upp á yfirborðið í dag. Auðvitað er alltaf betra að vera háttvís en hlutdrægni þín gæti komið í veg fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Birgitta H. Halldórsdóttir