Snerting hlýtur tilnefningu

Snerting í leikstjórn Baltasar Kormáks er tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs …
Snerting í leikstjórn Baltasar Kormáks er tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2024.

Kvikmyndin Snerting (Touch) í leikstjórn Baltasar Kormáks er tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2024. 

Tilkynnt var um tilnefningarnar í dag á Alþjóðlegu norsku kvikmyndahátíðinni í Haugesund. 

Í rökstuðningi dómnefndar segir um Snertingu að „þrátt fyrir að hún segi harmræna sögu um mannlega reynslu þá takist Baltasari Kormáki vissulega að snerta við áhorfendum og skilja við þá með von í brjósti.“

Sex kvikmyndir hlutu tilnefningu

Þá hlutu alls sex kvikmyndir tilnefningar, þar af fjórar leiknar myndir og tvær heimildarmyndir. 

Verðlaunin eru veitt kvikmynd í fullri lengd, framleiddri á Norðurlöndunum sem sýnd er í kvikmyndahúsum. Viðurkenningin og verðlaunafjárhæðin, sem nemur 300.000 dönskum krónum (sem nemur rúmum 6 milljónum íslenskra króna), deilist jafnt á milli leikstjóra, handritshöfundar og framleiðanda. Segir í fréttatilkynningu að þetta endurspegli nauðsynlegt samstarf að baki kvikmyndagerðar.

Tilkynnt verður um handhafa verðlaunanna 2024 þann 22. október í útsendingu á RÚV sem einnig verður sýnd á Norðurlöndunum. Verðlaunagripurinn verður í kjölfarið afhentur á sérstakri verðlaunaathöfn á þingi Norðurlandaráðs í lok október.

Tilnefningarnar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 eru:

• Danmörk: Min arv bor i dig (The Son and the Moon) – Leikstýrt af Roja Pakari og Emilie Adelina Monies, handritshöfundar Roja Pakari og Denniz Göl Bertelsen, framleiðandi Sara Stockmann fyrir Sonntag Pictures

• Finnland: Kuolleet lehdet (Fallen Leaves) – Leikstjóri og handritshöfundur Aki Kaurismäki, framleiðendur Aki Kaurismäki, Misha Jaari og Mark Lwoff fyrir Sputnik Oy og Bufo

• Grænland: Twice Colonized – Leikstýrt af Lin Alluna, handritshöfundar Aaju Peter og Lin Alluna, framleiðandi Emile Hertling Péronard fyrir Ánorâk Film

• Ísland: Snerting (Touch) – Leikstýrt af Baltasar Kormáki, handritshöfundar Ólafur Jóhann Ólafsson og Baltasar Kormákur, framleiðendur Agnes Johansen og Baltasar Kormákur fyrir RVK Studios

• Noregur: Sex – Leikstjóri og handritshöfundur Dag Johan Haugerud, framleiðendur Yngve Sæther og Hege Hauff Hvattum fyrir Motlys

• Svíþjóð: Passage (Crossing) – Leikstjóri og handritshöfundur Levan Akin, framleiðandi Mathilde Dedye fyrir French Quarter Film

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur auga fyrir verðmæti og safnið þitt er meira virði en þig grunar. Spáðu í það að rómantíkin þarfnast bæði svigrúms og umönnunar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
3
Christina Lauren
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur auga fyrir verðmæti og safnið þitt er meira virði en þig grunar. Spáðu í það að rómantíkin þarfnast bæði svigrúms og umönnunar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
3
Christina Lauren
5
Steindór Ívarsson