Sprautaði Perry með banvænum skammti

Matthew Perry lést á síðasta ári.
Matthew Perry lést á síðasta ári. AFP/Gabriel Bouys

Kenneth Iwasama, fyrrverandi aðstoðarmaður leikarans Matthew Perry, viðurkenndi nýverið að hafa komið að leikaranum meðvitundarlausum, þó nokkrum sinnum, dagana áður en hann lést.

Iwasama er á meðal þeirra fimm sem voru handteknir og ákærðir í tengslum við andlát leikarans á dögunum.

Iwasama, 59 ára, hafði starfað sem aðstoðarmaður leikarans í hartnær 25 ár og haft yfirumsjón með vistarverum hans og daglegum störfum.

Við yfirheyrslu viðurkenndi hann að hafa sprautað leikarann með banvænum skammti af ketamíni daginn sem hann dó, að beiðni Perry. Iwasama sprautaði leikarann þrisvar sinnum yfir daginn og eftir hafa gefið honum síðasta skammtinn þá yfirgaf hann heimili leikarans til að sinna nokkrum erindum. Hann kom að Perry látnum örfáum klukkustundum síðar.

Iwasama játaði sig sekan um dreifingu eiturlyfja.

Perry, sem hafði um árabil glímt við fíknisjúkdóma, fannst látinn í heitum potti á heimili sínu í október, 54 ára að aldri.

Dánarorsökin var ketamínneysla, drukknun og kransæðastífla, en ketamínmagnið í blóði Perrys var álíka og notað er við svæfingar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú skiptir öllu máli að finna réttu aðferðina til að ná viðunandi árangri. Sjálfstraust er allt sem til þarf. Þú getur allt sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Abby Jimenez
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú skiptir öllu máli að finna réttu aðferðina til að ná viðunandi árangri. Sjálfstraust er allt sem til þarf. Þú getur allt sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Abby Jimenez