Bandaríski leikarinn Michael Madsen var handtekinn aðfaranótt laugardags grunaður um heimilisofbeldi gegn eiginkonu sinni DeÖnnu Madsen. Leikarinn er sagður hafa hrint henni.
„Ósætti kom upp á milli Madsen og eiginkonu hans og verður það vonandi leyst á jákvæðan hátt,“ sagði kynningarfulltrúi leikarans við tímaritið Variety.
Madsen, best þekktur fyrir leik sinn í kvikmyndunum Reservoir Dogs, Kill Bill, Thelma & Louise og Free Willy, var sleppt úr haldi eftir að hann greiddi 20.000 bandaríkjadali, eða því sem samsvarar tæplega þremur milljónum íslenskra króna, í lausnargjald.
Madsen, 66 ára, kvæntist eiginkonu sinni árið 1996.