Segir ásakanir um framhjáhald falskar

Skjáskot/Instagram

Aðdáendur Love Island-stjarnanna Molly-Mae Hague og Tommy Fury hafa verið í áfalli síðan þau tilkynntu sambandsslit sín fyrir rúmum tveimur vikum. Í gær rauf Hague loksins þögnina og nú hefur Fury gert slíkt hið sama. 

Hann deildi mynd af sér á Instagram-reikningi sínum þar sem hann lýsti því yfir að ásakanir um framhjáhald væru falskar, þrátt fyrir að dönsk kona hafi viðurkennt nýlega að hafa kysst Fury í Makedóníu.

„Þessar síðustu vikur hafa brotið í mér hjartað. Þessar ósönnu ásakanir um mig hafa verið hræðilegar, takk allir sem hafa stutt mig í gegnum þetta,“ skrifaði Fury við myndina.

Færslan hefur vakið mikla athygli en aðdáendur parsins eru æstir í að vita hvað raunverulega átti sér stað hjá Fury. Fyrrverandi parið hefur þó óskað eftir því að aðdáendur virði einkalíf sitt á þessum erfiðu tímum. 

View this post on Instagram

A post shared by Tommy TNT Fury (@tommyfury)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tími er kominn til að klára það sem þú hefur byrjað. Ekki fresta frekar. Smá aðhald og skýr forgangsröðun getur opnað fyrir meiri orku og árangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Abby Jimenez
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Ragnheiður Jónsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tími er kominn til að klára það sem þú hefur byrjað. Ekki fresta frekar. Smá aðhald og skýr forgangsröðun getur opnað fyrir meiri orku og árangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Abby Jimenez
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Ragnheiður Jónsdóttir