Fyrrverandi eiginmaður Aniston trúlofaður mun yngri konu

Parið er stórglæsilegt.
Parið er stórglæsilegt. AFP

Bandaríski leikarinn Justin Theroux er trúlofaður kærustu sinni, leikkonunni Nicole Brydon Bloom.

Theroux bað sinnar heittelskuðu á Ítalíu á dögunum. Parið er statt í Feneyjum vegna kvikmyndahátíðarinnar sem nú stendur yfir.

Bloom skartaði stærðarinnar demantshring á baugfingri á rauða dreglinum á miðvikudagskvöldið þegar kvikmyndin Beetlejuice Beetlejuice var heimsfrumsýnd. Theroux fer með hlutverk í kvikmyndinni.

Parið hefur verið saman í tæp tvö ár, það sást fyrst saman í febrúar á síðasta ári. Töluverður aldursmunur er á parinu en Theroux varð 53 ára gamall þann 10. ágúst síðastliðinn og Bloom fagnaði þrítugsafmæli sínu í mars.

Theroux var áður kvæntur leikkonunni Jennifer Aniston frá 2015 til 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur frammi fyrir erfiðri ákvarðanatöku. Treystu innra innsæi, það hefur reynst vel hingað til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Harry Whittaker og Lucinda Riley
5
Elly Griffiths
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur frammi fyrir erfiðri ákvarðanatöku. Treystu innra innsæi, það hefur reynst vel hingað til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Harry Whittaker og Lucinda Riley
5
Elly Griffiths