Ljósbrot valin á stærstu kvikmyndahátíð Asíu

Myndin gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á …
Myndin gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússíbanaferð tilfinninga. Þar sem mörkin milli hláturs og gráts, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr.

Kvikmyndin Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson hefur verið valin á kvikmyndahátíðina í Busan í Suður-Kóreu. Hátíðin er stærsta kvikmyndahátíð Asíu og jafnframt talin sú mikilvægasta.

Ljósbrot hefur verið að fara sigurför um heiminn eftir að hafa hlotið standandi lófaklapp sem opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Myndin hefur unnið fimm alþjóðleg kvikmyndaverðlaun og einnig hefur Ljósbrot verið valin í forval til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna og á Toronto-kvikmyndahátíðina sem er sú mikilvægasta í Norður-Ameríku. Fram undan er því fjöldi kvikmyndahátíða. Ljósbrot hefur einnig selst vel og mun fara í almennar sýningar um allan heim á næstunni.

„Á fótboltamáli væri þetta kölluð þrenna reikna ég með. Cannes, Toronto og Busan. Mikilvægustu hátíðirnar í sinni heimsálfu. Við erum einkar stolt og þakklát okkar fólki, sem gerði þetta mögulegt,” segir Rúnar Rúnarsson leikstjóri.

Myndin gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússíbanaferð tilfinninga. Þar sem mörkin milli hláturs og gráts, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr.

Með aðalhlutverk fara þau Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur frammi fyrir erfiðri ákvarðanatöku. Treystu innra innsæi, það hefur reynst vel hingað til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Lucinda Riley og Harry Whittaker
5
Elly Griffiths
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur frammi fyrir erfiðri ákvarðanatöku. Treystu innra innsæi, það hefur reynst vel hingað til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Lucinda Riley og Harry Whittaker
5
Elly Griffiths