Kona nýr forsprakki Linkin Park

Skiptar skoðanir eru meðal á aðdáenda sveitarinnar um ráðningu Armstrong.
Skiptar skoðanir eru meðal á aðdáenda sveitarinnar um ráðningu Armstrong. Skjáskot/Linkin Park

Emily Armstrong, forsprakki hljómsveitarinnar Dead Sara, hefur formlega verið kynnt sem nýr söngvari rokkhljómsveitarinnar Linkin Park. Liðsmenn sveitarinnar tilkynntu fréttirnar í beinni útsendingu á fimmtudag.

Linkin Park hefur haldið sig til hlés á undanförnum árum, eða allt frá því að Chester Bennington, aðalsöngvari hljómsveitarinnar, féll fyrir eigin hendi árið 2017.

Mike Shinoda og aðrir liðsmenn Linkin Park kynntu arftaka Bennington í beinni útsendingu sem var haldin vegna útgáfu áttundu stúdíóplötu sveitarinnar, From Zero.

Auk þess að hafa bætt við sig söngvara hefur nýr trommuleikari, Colin Brittain, gengið til liðs við sveitina. Rob Bourdon, upprunalegi trommuleikari Linkin Park, ákvað að yfirgefa sveitina fyrr á árinu.

Linkin Park er sögð ætla að halda af stað í hljómleikaferð á næsta ári.  

View this post on Instagram

A post shared by LINKIN PARK (@linkinpark)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið særður - það er gott að viðurkenna það. Nú þarftu að fá að sleikja sárin. Engum stendur ógn af metnaði þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Lucinda Riley og Harry Whittaker
4
Elly Griffiths
5
Ragnar Jónasson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið særður - það er gott að viðurkenna það. Nú þarftu að fá að sleikja sárin. Engum stendur ógn af metnaði þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Lucinda Riley og Harry Whittaker
4
Elly Griffiths
5
Ragnar Jónasson