Eins og ástfangnir unglingar eftir 36 ára hjónaband

Kevin Bacon og Kyra Sedgwick eru eitt af glæsilegri hjónum …
Kevin Bacon og Kyra Sedgwick eru eitt af glæsilegri hjónum Hollywood. Samsett mynd

Stjörnuhjónin Kevin Bacon og Kyra Sedgwick fögnuðu á dögunum 36 ára brúðkaupsafmæli sínu. Hjónin, sem láta alltaf eins og ástfangnir unglingar, giftu sig við fallega athöfn þann 4. september árið 1988, sem gerir hjónaband þeirra eitt það langlífasta í Hollywood.

Á þess­um tæp­lega 40 árum hafa hjón­in byggt sér fal­legt heim­ili, far­sæla starfs­ferla í bæði leik­list og tónlist og alið upp tvö börn, son­inn Tra­vis, 35 ára og dótt­ur­ina Sosie, 32 ára.

Bacon deildi fallegu myndskeiði á Instagram-síðu sinni í tilefni af brúðkaupsafmælinu sem sýnir hjónin syngja og slá á létta strengi.

Hjónin tóku lagið Jackson eftir Johnny Cash en sungu það með breyttum lagatexta. Bacon og Sedgwick enduðu flutninginn á ljúfum kossi og er greinilegt að þau eru jafn ástfangin í dag og þau voru í upphafi.

„36 ár með ástinni minni. Hlakka til að slaka á með þér,” skrifaði Bacon við færsluna.

View this post on Instagram

A post shared by Kevin Bacon (@kevinbacon)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt fólk hafi það á orði hversu fjölhæfur þú sért, skaltu varast að láta þau ummæli hafa of mikil áhrif á þig. Heppni fylgir þér í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Harry Whittaker og Lucinda Riley
4
Elly Griffiths
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt fólk hafi það á orði hversu fjölhæfur þú sért, skaltu varast að láta þau ummæli hafa of mikil áhrif á þig. Heppni fylgir þér í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Harry Whittaker og Lucinda Riley
4
Elly Griffiths
5
Moa Herngren
Loka