Eyddi óvart hálfri milljón í Oasis-miða

Vegfarandi sést hér ganga fram hjá veggmynd af bræðrunum Liam …
Vegfarandi sést hér ganga fram hjá veggmynd af bræðrunum Liam og Noel Gallagher, sem eru forsprakkar hljómsveitarinnar Oasis. AFP

79 ára bresk kona sem reyndi að koma barnabarni sínu á óvart með miðum á endurkomutónleika hljómsveitarinnar Oasis varð gjörsamlega miður sín þegar hún uppgötvaði að hún hefði borgað 2.700 pund, sem jafngildir tæplega 500 þúsund íslenskum krónum, fyrir mistök.

Elizabeth Buxton hafði verið að leita að miðum á tónleikana á síðunni Ticketmaster þegar auglýsing frá endursölusíðunni Gigsberg kom upp á skjáinn hennar.

Hún smellti á hlekkinn og fann þar tvo miða sem hún hélt að kostuðu 90 pund, eða um 16 þúsund íslenskar krónur stykkið.

Henni var því skiljanlega brugðið þegar hún opnaði bankareikninginn sinn degi seinna og sá að mun hærri upphæð hafði verið gjaldfærð af korti hennar. 

„Ég er ekki heimsk“

Í samtali við Breska ríkisútvarpið sagði Buxton að þó það gæti litið þannig út sé hún enginn viðvaningur þegar kemur að miðakaupum sem þessum.

„Ég hef notað Ticketmaster í mörg ár, við höfum farið á tónleika hjá tónlistarfólki eins og Adele,“ sagði Buxton og bætti við: „Ég er ekki heimsk.“

„Ég smellti á Gigsber-síðuna, pantaði tvo miða og gaf upp bankaupplýsingarnar mínar. Daginn eftir leit ég á símann minn og sáu að 2.700 pund höfðu verið gjaldfærð af reikningnum mínum. Ég veit ekki hvernig það gerðist,“ lýsti Buxton.

Barnabarnið brjálaðist

Hún bætti við að bæði hún og maðurinn hennar séu á ellilífeyri frá ríkinu og hafi því engan veginn efni á innkaupum sem þessum.

Þá segir Buxton að barnabarn hennar sem hún hafði ætlað að koma á óvart með miðunum hefði brjálast þegar hún heyrði af þessu.

„Hún sagði: „Amma ég veit að þú varst að hugsa um mig en þú hefðir aldrei átt að gera þetta“,“ sagði Buxton.

Hún hafi reynt að redda málinu fyrir ömmu sína en einu svörin sem hún fékk frá endursölusíðunni voru að ekkert væri hægt að gera.

Gerðu sérstaka undantekningu

Gigsberg, sem er ekki ein af opinberu sölusíðu Oasis tónleikanna, sagði í samtali við BBC að „öll verð komi skýrt fram þegar gengið er frá pöntun“ og að Buxton hafi keypt tvo miða á 1100 pund stykkið auk annarra gjalda.

Talsmaður Gigsberg sagði að þar sem síðan væri „endursölumarkaður“ og „miðarnir keyptir af einkaaðila“ væri ekki hægt að afpanta þá.

„Eins og fram kemur í skilmálum okkar er öll sala á síðunni endanleg, enginn miði verður endurgreiddur nema að viðburðinum sé aflýst eða seljandinn sendir ekki keypta miða áður en viðburðurinn hefst.“

Það virðist samt vera að síðan hafi gert sérstaka undantekningu fyrir Buxton eftir að BBC hafði samband við Gigsberg hafð fékk Buxton skilaboð frá aðstandendum síðunnar sem sögðu að þeir myndu gera sérstaka undantekningu og endurgreiða henni miðana að fullu.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt fólk hafi það á orði hversu fjölhæfur þú sért, skaltu varast að láta þau ummæli hafa of mikil áhrif á þig. Heppni fylgir þér í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Harry Whittaker og Lucinda Riley
4
Elly Griffiths
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt fólk hafi það á orði hversu fjölhæfur þú sért, skaltu varast að láta þau ummæli hafa of mikil áhrif á þig. Heppni fylgir þér í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Harry Whittaker og Lucinda Riley
4
Elly Griffiths
5
Moa Herngren
Loka