Kendrick Lamar kemur fram á Ofurskálinni

Kendrick Lamar mun koma fram á Ofurskálinni á næsta ári.
Kendrick Lamar mun koma fram á Ofurskálinni á næsta ári. AFP

Bandaríski tónlistarmaðurinn Kendrick Lamar mun troða upp á hálfleikstónleikum Ofurskálar NFL-deildarinnar í febrúar í New Orleans.

Rapparinn margverðlaunaði tilkynnti fregnirnar á samfélagsmiðlum sínum í dag. 

„Rapp-tónlist er áhrifamesta tónlistarstefna til þessa. Og ég mun vera þar og minna heiminn á hvers vegna,“ skrifaði Lamar.

Meðal þekktustu smella Lamar eru m.A.A.d city, Humble, Bitch Don't Kill My Vibe og They Not Like Us.

Þykir það mikill heiður að koma fram á tónleikunum. Hér …
Þykir það mikill heiður að koma fram á tónleikunum. Hér má sjá Eminem, Dr. Dre, Mary J. Blige og Snoop Dogg á Ofurskálinni árið 2022. AFP

Tilkynnti óléttuna á sviðinu

Þykir það mikill heiður að koma fram í hálfleik Ofurskálarinnar en meðal þeirra sem hafa komið þar fram eru Paul McCartney, Beyonce, Michael Jackson og Madonna.

R&B-söngvarinn Usher tróð upp á tónleikunum í ár og árið á undan var það söngkonan Rihanna sem tilkynnti einnig að hún væri ófrísk af öðru barni sínu á sviðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er góð regla að vera við öllu búinn þannig að óvænt atvik setji ekki allt úr skorðum. Mikil vinna, hollur matur og hreyfing eru olían sem þú átt að baða þig upp úr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Lucinda Riley og Harry Whittaker
5
Elly Griffiths
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er góð regla að vera við öllu búinn þannig að óvænt atvik setji ekki allt úr skorðum. Mikil vinna, hollur matur og hreyfing eru olían sem þú átt að baða þig upp úr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Lucinda Riley og Harry Whittaker
5
Elly Griffiths