Tónlistarmaðurinn Donald Glover, einnig þekktur sem Childish Gambino, hefur frestað fyrirhuguðum tónleikum sem hann átti eftir á túr sínum um Norður-Ameríku vegna líkamlegrar heilsu sinnar.
Þetta tilkynnti tónlistarmaðurinn fyrr í kvöld með færslu á X.
Segir tónlistarmaðurinn að allir miðahafar ættu að halda í miðana sína sem verði nothæfir þegar aðrar dagsetningar fyrir það sem eftir er af túrnum verða kynntar.
Þá þakkar hann aðdáendum sínum fyrir að virða friðhelgi sína sem og fyrir þann stuðning og ást sem honum hefur borist.
hey everyone. unfortunately i have to postpone the rest of the north american tour to focus on my physical health for a few weeks. hold onto your tickets. ALL tickets will be honored for the upcoming dates in north america when they are rescheduled. thanks for the privacy.…
— donald (@donaldglover) September 9, 2024