Katrín prinsessa af Wales hefur lokið lyfjameðferð vegna krabbameins sem hún greindist með fyrr á árinu.
Katrín segir frá þessu í tilkynningu á samfélagsmiðlum.
„Nú þegar sumri er tekið að halla, get ég vart lýst því hversu glöð ég er að hafa lokið krabbameinsmeðferðinni minni.
Síðustu níu mánuðir hafa verið okkur fjölskyldunni ótrúlega erfiðir. Lífið getur breyst á augabragði og höfum við þurft að fara ótroðnar slóðir og óþekkta vegi.
Baráttan við krabbamein er flókin, ógnvekjandi og ófyrirsjáanleg fyrir alla, sérstaklega þá sem standa þér næst,” segir Katrín meðal annars í fallegu myndskeiði sem sýnir hana ásamt Vilhjálmi Bretaprins og börnum þeirra þremur.
Talsmaður Kensington-hallar hefur þó gefið til kynna að ekki sé hægt að segja til um hvort Katrín sé laus við krabbameinið á þessu stigi.
View this post on InstagramA post shared by The Prince and Princess of Wales (@princeandprincessofwales)