Nær óþekkjanlegur á rauða dreglinum eftir þyngdartap

Bautista hefur lést um tæp 30 kíló.
Bautista hefur lést um tæp 30 kíló. Samsett mynd

Bandaríski leikarinn Dave Bautista var nær óþekkjanlegur á rauða dreglinum í Toronto á föstudag. Bautista var viðstaddur frumsýningu á kvikmyndinni The Last Showgirl og gekk dregilinn 25 kílóum léttari.

Bautista vakti mikla athygli á rauða dreglinum og gaf sér góðan tíma til að ræða við aðdáendur, taka myndir og gefa eiginhandaráritanir.

Leikarinn, sem hóf feril sinn sem glímukappi í WWE, ákvað að taka heilsuna föstum tökum árið 2022 eftir miklar og endurteknar þyngdarsveiflur síðustu ár.

Bautista ræddi um heilsuferðalag sitt við YouTube-stjörnuna Chris Van Vliet nýverið og viðurkenndi að hafa ekki verið í þessari þyngd síðan á menntaskólaárum sínum.



Leikarinn ljómaði á rauða dreglinum.
Leikarinn ljómaði á rauða dreglinum. ROBIN MARCHANT
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er góð regla að vera við öllu búinn þannig að óvænt atvik setji ekki allt úr skorðum. Mikil vinna, hollur matur og hreyfing eru olían sem þú átt að baða þig upp úr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Lucinda Riley og Harry Whittaker
5
Elly Griffiths
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er góð regla að vera við öllu búinn þannig að óvænt atvik setji ekki allt úr skorðum. Mikil vinna, hollur matur og hreyfing eru olían sem þú átt að baða þig upp úr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Lucinda Riley og Harry Whittaker
5
Elly Griffiths