Lizzo ákvað að taka heilsuna föstum tökum

Lizzo er ófeimin við að sýna línurnar.
Lizzo er ófeimin við að sýna línurnar. Samsett mynd

Bandaríska tónlistarkonan Melissa Viviane Jefferson, betur þekkt undir listamannsnafninu Lizzo, ákvað að taka heilsuna föstum tökum fyrir örfáum árum síðan og hefur verið dugleg að sýna afrakstur vinnu sinnar á Instagram-reikningi sínum.

Lizzo hef­ur lengi leyft fólki að fylgj­ast með sér á sam­fé­lags­miðlum en tón­list­ar­kon­an birt­ir mjög reglu­lega mynd­ir og mynd­skeið af sér. Upp á síðkastið hef­ur tónlistarkonan, sem vekur gjarnan athygli fyrir skilaboð sín um sjálfsást og jákvæða líkamsímynd, sýnt frá æfingarútínum og hugleiðslustundum og einnig státað sig af breyttum matarvenjum, en Lizzo hefur verið grænkeri til nokkurra ára.

Í myndbandi sem Lizzo birti á Instagram-síðu sinni nýverið sýndi hún muninn á líkamsástandi sínu á milli áranna 2021 og 2024.

View this post on Instagram

A post shared by Lizzo (@lizzobeeating)

Krefjandi ár

Síðasta ár var krefjandi í lífi tónlistarkonunnar. Lizzo var ákærð af þrem­ur fyrr­ver­andi döns­ur­um sín­um sem héldu því fram að popp­dív­an hafi skapað fjand­sam­legt vinnu­um­hverfi fyr­ir dans­ar­ana. 

Í mál­sókn­inni, sem höfðuð var í Los Ang­eles í ágúst 2023, var Lizzo sökuð um ýmis brot á vinnu­lög­um í Kali­forn­íu sem sneru að vel­ferð dans­ar­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur frammi fyrir erfiðri ákvarðanatöku. Treystu innra innsæi, það hefur reynst vel hingað til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Harry Whittaker og Lucinda Riley
5
Elly Griffiths
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur frammi fyrir erfiðri ákvarðanatöku. Treystu innra innsæi, það hefur reynst vel hingað til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Harry Whittaker og Lucinda Riley
5
Elly Griffiths