Eftir tæpan mánuð verða 24 ár liðin frá því að fyrsti þáttur af vinsælu þáttaröðum Gilmore Girls fór í loftið í Bandaríkjunum. Þáttirnir hafa slegið rækilega í gegn um allan heim og eru enn í uppáhaldi hjá mörgum.
Ýmislegt getur gerst á 24 árum og því ekki skrýtið að leikarar í þáttunum hafi breyst í gegnum árin, en hér sérð þú skærustu stjörnurnar úr þáttunum og hvernig þær hafa breyst frá því þættirnir komu fyrst út.
Leikkonan Lauren Graham fór með hlutverk Lorelai Gilmore í þáttunum. Hún hélt móðurhlutverkinu áfram í þáttunum Parenthood á árunum 2010 til 2015. Graham hefur einnig komið fram í kvikmyndum á borð við Evan Almighty, Why I Said So og Cloudy with a Chance og Meatballs.
Leikkonan Alexis Bledel skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún fékk hlutverk dóttur Lorelai, Rory Gilmore, í þáttunum vinsælu. Síðan hefur hún farið með hlutverk í kvikmyndum á borð við The Sisterhood og the Traveling Pants, Mad Men og Handsmaid's Tale sem hún hlaut Emmy-verðlaun fyrir árið 2017.
Leikarinn Scott Patterson fór með hlutverk Luke Danes sem sló í gegn í þáttunum sem elskhugi Lorelai. Eftir Gilmore Girls færði Patterson sig yfir í hryllingsmyndir og fór með hlutverk í Saw lV, V og Vl. Hann kom einnig fram í þáttunum 90210 og The Event.
Leikkonan Melissa McCarthy fór með hlutverk Sookie St. James í þáttunum, en ferill hennar fór á flug í kjölfar Gilmore Girls. Hún fór með hlutverk í þáttum á borð við Samantha Who? og Mike & Molly ásamt kvikmyndum á borð við Bridesmaid, Ghostbosters og Can You Ever Forgive Me? Hún hefur hlotið tvær Óskars- og Golden Globe-tilnefningar og tvenn Emmy-verðlaun.
Leikkonan Keiko Agena fór með hlutverk Lane Kim í þáttunum, bestu vinkonu Rory. Hún hafði farið með lítil hlutverk í þáttum á borð við Sister, Sister, Felicity og Beverly Hills 90210 áður en hún fékk hlutverkið. Síðan hefur hún farið með gestahlutverk í sjónvarspþáttum á borð við Scandal, Private Practice, Shameless, Grimm og 13 Reasons Why.
Leikkonan Liza Weil fór með hlutverk Paris Geller í þáttunum, bestu vinkonu Rory. Hún hafði áður komið fram í þáttum eins og The West Wing, E.R. og Law & Order: SVU. Eftir Gilmore Girls hefur hún farið með hlutverk í þáttum á borð við Grey's Anatomy, Scandal og How to Get Away with Murder.