Svona líta Gilmore Girls-stjörnurnar út í dag

Þættirnir Gilmore Girls hafa slegið rækilega í gegn um allan …
Þættirnir Gilmore Girls hafa slegið rækilega í gegn um allan heim. Ljósmynd/Imdb.com

Eftir tæpan mánuð verða 24 ár liðin frá því að fyrsti þáttur af vinsælu þáttaröðum Gilmore Girls fór í loftið í Bandaríkjunum. Þáttirnir hafa slegið rækilega í gegn um allan heim og eru enn í uppáhaldi hjá mörgum.

Ýmislegt getur gerst á 24 árum og því ekki skrýtið að leikarar í þáttunum hafi breyst í gegnum árin, en hér sérð þú skærustu stjörnurnar úr þáttunum og hvernig þær hafa breyst frá því þættirnir komu fyrst út.

Lauren Graham

Leikkonan Lauren Graham fór með hlutverk Lorelai Gilmore í þáttunum. Hún hélt móðurhlutverkinu áfram í þáttunum Parenthood á árunum 2010 til 2015. Graham hefur einnig komið fram í kvikmyndum á borð við Evan Almighty, Why I Said So og Cloudy with a Chance og Meatballs.

Samsett mynd

Alexis Bledel

Leikkonan Alexis Bledel skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún fékk hlutverk dóttur Lorelai, Rory Gilmore, í þáttunum vinsælu. Síðan hefur hún farið með hlutverk í kvikmyndum á borð við The Sisterhood og the Traveling Pants, Mad Men og Handsmaid's Tale sem hún hlaut Emmy-verðlaun fyrir árið 2017. 

Samsett mynd

Scott Patterson

Leikarinn Scott Patterson fór með hlutverk Luke Danes sem sló í gegn í þáttunum sem elskhugi Lorelai. Eftir Gilmore Girls færði Patterson sig yfir í hryllingsmyndir og fór með hlutverk í Saw lV, V og Vl. Hann kom einnig fram í þáttunum 90210 og The Event.

Samsett mynd

Melissa McCarthy

Leikkonan Melissa McCarthy fór með hlutverk Sookie St. James í þáttunum, en ferill hennar fór á flug í kjölfar Gilmore Girls. Hún fór með hlutverk í þáttum á borð við Samantha Who? og Mike & Molly ásamt kvikmyndum á borð við Bridesmaid, Ghostbosters og Can You Ever Forgive Me? Hún hefur hlotið tvær Óskars- og Golden Globe-tilnefningar og tvenn Emmy-verðlaun.

Samsett mynd

Keiko Agena

Leikkonan Keiko Agena fór með hlutverk Lane Kim í þáttunum, bestu vinkonu Rory. Hún hafði farið með lítil hlutverk í þáttum á borð við Sister, Sister, Felicity og Beverly Hills 90210 áður en hún fékk hlutverkið. Síðan hefur hún farið með gestahlutverk í sjónvarspþáttum á borð við Scandal, Private Practice, Shameless, Grimm og 13 Reasons Why.

Samsett mynd

Liza Weil

Leikkonan Liza Weil fór með hlutverk Paris Geller í þáttunum, bestu vinkonu Rory. Hún hafði áður komið fram í þáttum eins og The West Wing, E.R. og Law & Order: SVU. Eftir Gilmore Girls hefur hún farið með hlutverk í þáttum á borð við Grey's Anatomy, Scandal og How to Get Away with Murder.

Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sestu niður með maka eða góðum vini og gaumgæfðu áætlanir fyrir framtíðina. Leggðu þitt af mörkum til að bæta heiminn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
4
Emil Hjörvar Petersen
5
Anna Bågstam
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sestu niður með maka eða góðum vini og gaumgæfðu áætlanir fyrir framtíðina. Leggðu þitt af mörkum til að bæta heiminn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
4
Emil Hjörvar Petersen
5
Anna Bågstam