Þrefaldur Óskarsverðlaunahafi heiðraður á RIFF

Bong mun svara spurningum áhorfenda að lokinni sýningu.
Bong mun svara spurningum áhorfenda að lokinni sýningu. Ljósmynd/RIFF

Bong Joon-ho, Suður-kóreskur kvikmyndaframleiðandi, handritshöfundur og leikstjóri, verður heiðraður á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík (RIFF) í ár.

Hátíðin hefst fimmtudaginn 26. september og stendur til 6. október. 

Tvær kvikmyndir eftir Bong, Mother og The Host, verða sýndar á RIFF í ár og mun hann ávarpa áhorfendur í sal í gegnum fjarfundabúnað að lokinni sýningu og svara spurningum þeirra.

Bong Joon-ho.
Bong Joon-ho. Ljósmynd/Wikimedia Commons

Þrefaldur Óskarsverðlaunahafi 

„Bong hefur farið með himinskautum í kvikmyndagerð sinni um árabil, enda er hann þegar handhafi þrennra Óskarsverðlauna og fjölmargra annarra viðurkenninga fyrir verk sín sem þykja einkennast af innbyrðis átökum kynja og stétta og svörtum galsa,“ segir í tilkynningu frá RIFF. 

Í tilkynningu frá RIFF segir að umskipti hafi orðið á ferli Bong árið 2013 þegar hann sendi frá sér fyrstu kvikmyndina á ensku, vísindaskáldsöguna Snowpiercer. Skömmu síðar gaf hann úr kvikmyndina Parasite sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestu mynd, bestu leikstjórnina og besta frumsamda handritið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur frammi fyrir erfiðri ákvarðanatöku. Treystu innra innsæi, það hefur reynst vel hingað til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Harry Whittaker og Lucinda Riley
5
Elly Griffiths
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur frammi fyrir erfiðri ákvarðanatöku. Treystu innra innsæi, það hefur reynst vel hingað til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Harry Whittaker og Lucinda Riley
5
Elly Griffiths