Virtist vera undir áhrifum vímuefna í viðtali

Hayden Panettiere.
Hayden Panettiere. Ljósmynd/AFP

Bandaríska leikkonan Hayden Panettiere, best þekkt fyrir leik sinn í þáttaröðunum Heroes og Nashville, var þvoglumælt og virtist vera undir áhrifum vímaefna í nýlegu viðtali við tímaritið People.

Panettiere settist niður með blaðamanni lífsstílstímaritsins og ræddi meðal annars um bróðurmissi, forræðisdeilu og edrúmennsku, en leikkonan háði harða baráttu við áfengi og fíkniefni allt frá því að hún var 15 ára gömul.

Upptaka frá viðtalinu við Panettiere var deilt á Instagram-síðu People í gærdag en var snögglega fjarlægð eftir gagnrýni netverja sem flestir voru sammála um að tímaritið hefði notfært sér viðkvæmt ástand hennar og vanlíðan. 

Kynningarfulltrúi Panettiere þvertekur fyrir að hún hafi verið undir áhrifum vímaefna og segir hana hafa verið edrú síðan í ársbyrjun 2020.

Síðustu ár hafa verið Panettiere erfið en árið 2018 missti hún forræði yfir dóttur sinni og í byrjun síðasta árs lést yngri bróðir hennar, Jansen Panettiere.

View this post on Instagram

A post shared by People Magazine (@people)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt fólk hafi það á orði hversu fjölhæfur þú sért, skaltu varast að láta þau ummæli hafa of mikil áhrif á þig. Heppni fylgir þér í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Harry Whittaker og Lucinda Riley
4
Elly Griffiths
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt fólk hafi það á orði hversu fjölhæfur þú sért, skaltu varast að láta þau ummæli hafa of mikil áhrif á þig. Heppni fylgir þér í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Harry Whittaker og Lucinda Riley
4
Elly Griffiths
5
Moa Herngren
Loka