Kris Kristofferson er látinn

Kris Kristofferson í Los Angeles árið 2009.
Kris Kristofferson í Los Angeles árið 2009. AFP/Chris Delmas

Bandaríski tónlistarmaðurinn og leikarinn Kris Kristofferson, sem sló í gegn á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni A Star is Born, er látinn, 88 ára að aldri.

Fjölskylda hans tilkynnti þetta í gær. Ekki var gefin upp dánarorsökin í tilkynningu fjölskyldunnar.

Kris Kristofferson árið 2013.
Kris Kristofferson árið 2013. AFP/Frederic J. Brown

Kristofferson var heiðursmeðlimur í Frægðarhöll sveitasöngvara auk þess sem hann hlaut Grammy-verðlaunin. Hann var þekktur fyrir smelli á borð við Sunday Mornin Comin Down og Me and Bobby McGee.

Willie Nelson (til vinstri) og Kris Kristofferson á Grammy-verðlaunahátíðinni árið …
Willie Nelson (til vinstri) og Kris Kristofferson á Grammy-verðlaunahátíðinni árið 2014. AFP/Frederic J. Brown

Kristofferson spilaði sem sólótónlistarmaður í áratugi. Einnig stofnaði hann ofurgrúppuna The Highwaymen á miðjum níunda áratugnum með Johnny Cash, Waylon Jennings og Willie Nelson.

Kristofferson spilaði í Eldborg í Hörpu árið 2016 við góðar undirtektir. Einnig spilaði hann í fullri Laugardalshöll í júní árið 2004. Áður hafði kappinn haldið tvenna tónleika á Hótel Íslandi árið 1992.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er góð regla að vera við öllu búinn þannig að óvænt atvik setji ekki allt úr skorðum. Mikil vinna, hollur matur og hreyfing eru olían sem þú átt að baða þig upp úr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Lucinda Riley og Harry Whittaker
5
Elly Griffiths
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er góð regla að vera við öllu búinn þannig að óvænt atvik setji ekki allt úr skorðum. Mikil vinna, hollur matur og hreyfing eru olían sem þú átt að baða þig upp úr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Lucinda Riley og Harry Whittaker
5
Elly Griffiths