Reed verður áfram í fangelsi

Hannah Gutierrez-Reed.
Hannah Gutierrez-Reed. AFP/Luis Sánchez Saturno

Hannah Gutierrez-Reed, umsjónarmaður skotvopna og skotfæra á tökustað kvikmyndarinnar Rust, hefur verið neitað um ný réttarhöld í Santa Fe, höfuðborg Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum.

Reed var fundin sek um manndráp af gáleysi fyrir aðild sína að and­láti kvik­mynda­töku­manns­ins Halynu Hutchins árið 2021. Hún hlaut 18 mánaða fangelsisdóm í apríl á þessu ári.

Hæstaréttardómarinn Mary Marlowe Summer staðfesti sakfellingu Reed á mánudag og vísaði ásökunum er sneru að leyndum sönnunargögnum á bug.

Lögfræðingur Reed hyggst áfrýja úrskurðinum.

Máli ákæru­valds­ins gegn leik­ar­an­um Alec Baldw­in, sem var sakaður um mann­dráp af gá­leysi, var vísað frá dómi um miðjan júlímánuð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur frammi fyrir erfiðri ákvarðanatöku. Treystu innra innsæi, það hefur reynst vel hingað til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Harry Whittaker og Lucinda Riley
5
Elly Griffiths
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur frammi fyrir erfiðri ákvarðanatöku. Treystu innra innsæi, það hefur reynst vel hingað til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Harry Whittaker og Lucinda Riley
5
Elly Griffiths