Hannah Gutierrez-Reed, umsjónarmaður skotvopna og skotfæra á tökustað kvikmyndarinnar Rust, hefur verið neitað um ný réttarhöld í Santa Fe, höfuðborg Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum.
Reed var fundin sek um manndráp af gáleysi fyrir aðild sína að andláti kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins árið 2021. Hún hlaut 18 mánaða fangelsisdóm í apríl á þessu ári.
Hæstaréttardómarinn Mary Marlowe Summer staðfesti sakfellingu Reed á mánudag og vísaði ásökunum er sneru að leyndum sönnunargögnum á bug.
Lögfræðingur Reed hyggst áfrýja úrskurðinum.
Máli ákæruvaldsins gegn leikaranum Alec Baldwin, sem var sakaður um manndráp af gáleysi, var vísað frá dómi um miðjan júlímánuð.