Annar læknanna í máli Perrys játar að hluta

Dr. Mark Chavez yfirgefur dómshúsið í Los Angeles í dag. …
Dr. Mark Chavez yfirgefur dómshúsið í Los Angeles í dag. Hann hefur játað sig sekan um eitt ákæruatriði. AFP/Patrick T. Fallon

Mark Chavez, annar læknanna tveggja sem sæta ákæru í tengslum við andlát Friends-stjörnunnar Matthews Perrys í október í fyrra, hefur tekið jákvæða sakarafstöðu í málinu og lýst því yfir fyrir dómi að hann sé sekur um eitt ákæruatriði, það er að hafa annast dreifingu svæfingarlyfsins ketamíns.

Kom þessi afstaða læknisins fram fyrir dómi í Los Angeles í dag í kjölfar samkomulags við saksóknara um að hann játaði sig sekan um þetta ákæruatriði sem eitt og sér getur þó kostað hann allt að tíu ára fangelsisdóm en dómur yfir honum verður kveðinn upp 2. apríl á vori komanda ákvað dómari við þinghaldið í dag.

Hafi útvegað hinum lækninum ketamínið

Verjandi Chavez vildi ekki tjá sig við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN er eftir því var leitað í dag og það kaus saksóknari heldur ekki að gera.

Þar með er læknirinn ákærður fyrir að útvega hinum lækninum sem ákærður er, dr. Salvador Plasencia, ketamínið, sem varð til þess að Perry drukknaði í heitum potti fyrir tæpu ári, en lyfinu hafði Chavez ávísað Perry með saknæmum hætti þar sem heilsufar Perrys krafðist ekki ketamíngjafar enda lyfið einkum notað á slysstöðum sem valkostur við morfín, þar sem það hefur minni öndunarbælandi áhrif en morfín, auk þess sem það er notað við nokkrar aðrar aðgerðir á sjúkrahúsum, svo sem þegar leggja þarf mjaðmagrindarbrotna sjúklinga yfir á brotnu hliðina til að framkvæma mænudeyfingu. Ketamín er annars einkum notað við dýralækningar nú til dags.

Sögð hafa rekið „fíkniefnasöluveldi“

Alls hafa fimm manns sætt ákæru vegna andláts leikarans, sem var 54 ára gamall þegar hann lést, svo sem aðstoðarmaður hans, Kenneth Iwamasa, og vinurinn Erik Fleming. Hafa þeir báðir játað á sig dreifingu ketamíns og vænta dóms í nóvember, en fimmti sakborningurinn, Jasveen Sangha, er sögð hafa rekið „fíkniefnasöluveldi“ á heimili sínu.

Þau dr. Plasencia eru ákærð fyrir að falsa sjúkraskýrslur og koma að dreifingu fíkniefna en aðalmeðferð í máli þeirra hefst ekki fyrr en 4. mars.

CNN

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástin er farin að líkjast ferð í parísarhjóli. Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Réttu fram sáttahönd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástin er farin að líkjast ferð í parísarhjóli. Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Réttu fram sáttahönd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Loka