Garth Brooks sakaður um nauðgun

Garth Brooks árið 2019.
Garth Brooks árið 2019. AFP/Valerie Macon

Bandaríski sveitasöngvarinn Garth Brooks er sakaður um að hafa nauðgað förðunarfræðingi á hótelherbergi hennar.

Málið var höfðað í Kaliforníu í gær.

Konan, sem heitir Jane Roe í dómskjölum, segir að söngvarinn hafi ítrekað brotið á henni, meðal annars með því að bera sig fyrir framan hana og beitt hana ofbeldi er þau störfuðu saman árið 2019.

AFP/Andres Caballeru-Reynolds

„Kæran sem var lögð fram í dag sýnir að kynferðisleg rándýr eru ekki bara til í fyrirtækjum í Bandaríkjunum, Hollywood og rapp- og rokkheiminum, heldur einnig í heimi kántrítónlistar,“ sögðu lögmenn konunnar í yfirlýsingu.

„Við erum sannfærð um að Brooks verði látinn gjalda fyrir gjörðir sínar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar